Í dag var haldinn vel heppnaður vinnudagur á íþróttavellinum en á fjórða tug manns mættu og tóku til hendinni, börn og fullorðnir. Takk fyrir samveruna og ykkar framlag – við erum lánsöm að hafa svona öflugt fólk í okkar samfélagi!
Færslur
-
Vor í Vík mót Umf Kötlu í badminton
Vor í Vík mót Umf Kötlu í badminton var haldið í fyrsta skipti núna um liðna helgi. Mótið var einnig minningarmót um Pálma Kristjánsson sem féll frá langt fyrir aldur fram núna í vetur. Pálmi var einstaklega vel liðinn bæði innan vallar sem utan og er mikill söknuður að honum. Mótið byrjaði á einnar mínútu þögn í minningu Pálma.
Spilað var frá klukkan 10-14 bæði laugardag og sunnudag. Tvíliðaleikir voru spilaðir á laugardeginum og voru alls 9 lið sem kepptu og á sunnudeginum voru spilaðir einliðaleikir og voru alls 11 keppendur.
Keppnin var jöfn og hörð og í anda Pálma einstaklega drengileg í alla staði. Í tvíliðakeppninni var hver leikur spilaður tvisvar upp í 15 stig og oddaleikur ef staðan var jöfn eftir tvo leiki. Úrslitaleikirnir voru svo spilaðir þannig að tveir leikir voru spilaðir upp í 21 stig. Ekki kom til oddaleikja í úrslitaleikjunum.
Á laugardeginum fóru leikar þannig að Þorgerður og Hamsa unnu Guðrúnu Lilju og Manuel í baráttunni um bronsið og til úrslita kepptu Krešo og Mike á móti Æsu og Gunnari Sveini en hin síðarnefndu báru sigur úr býtum og eru því Vor í Vík meistarar í tvíliðaleik 2025.
Á sunnudeginum var keppt í einliðaleik og var hver leikur einu sinni upp í 15 stig og úrslitaleikirnir tvisvar upp í 21 stig. Ekki kom til oddaleikja í úrslitaleikjunun. Í baráttunni um bronsið vann Kornél Gunnar Svein og í úrslitaleiknum vann Þráinn Delfin. Þráinn er því Vor í Vík meistari í einliðaleik 2025.
Badmintondeild Kötlu vill færa Krónunni í Vík sérstakar þakkir fyrir að styðja við mótið og við viljum einnig þakka öllum fyrir sem komu og hvöttu sitt fólk áfram og vonum að áhorfendur hafi haft gaman af.
-
Hello world!
Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start writing!
-

Aðalfundur Umf Kötlu 2025
17. aðalfundur Umf. Kötlu fór fram þann 2. apríl 2025 á Hótel Kötlu með góðri þátttöku. Á fundinum voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins auk þess sem ný stjórn og nefndarmenn voru kjörnir.
Sif Hauksdóttir lét af formennsku eftir farsælt starf og var henni veittur Fyrirmyndarbikar UMF Kötlu fyrir ómetanlegt framlag til ungmennastarfs síðustu ár.
Viðurkenningar fyrir árið 2024 voru veittar. Hafdís Hanna Bjarkadóttir hlaut titilinn Bjartasta vonin, Ingólfur Atlason Waagfjörð var valinn efnilegasti íþróttamaður ársins og Egill Atlason Waagfjörð var valinn íþróttamaður ársins.
Fundinum lauk á skemmtilegum nótum með veitingum og bingó.
Ný stjórn Umf. Kötlu:
Sara Lind Kristinsdóttir, formaður
Óðinn Gíslason, varaformaður
Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir, gjaldkeri
Guðlaug Lilja Sævarsdóttir, ritari
Sveinn Ólafur Lárusson, meðstjórnandi
Varamenn:
Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð
Kristina Hajnikova
Ársþing USVS
55. ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu fór svo fram á Hótel Kötlu 25. apríl síðast liðinn. Ingólfur Atlason Waagfjörð hlaut þann titilinn efnilegasti íþróttamaður ársins hjá USVS og Egill Atlason Waagfjörð var útnefndur íþróttamaður ársins.
Starfsmerki UMFÍ hlutu þau Sif Hauksdóttir sem lét af formennsku hjá Umf. Kötlu nú í vor og Sigurður Eyjólfur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps. Ragnheiður Högnadóttir hlaut gullmerki UMFÍ fyrir sín störf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar.
